Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.07.2023 - 29.07.2023

EYOF Maribor 2023

Sumarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í...
26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
6

Minsk 2019 - Kári tapaði fyrir Milic

26.06.2019
Kári Gunnarsson keppti í kvöld við Luka Milic frá Serbíu, en um var að ræða þriðja og síðasta leik Kára í riðlakeppni Evrópuleikanna. Leikurinn var mjög jafn og tapaði Kári naumlega fyrstu lotu 20:22. Önnur lota var ekki síður spennandi og endaði 25:23 fyrir Kára og því ljóst að úrslitin mundu ráðast í oddalotu. Í stöðunni 6:11 varð Kári að hætta keppni vegna eymsla í fæti.
 
Í hinum leiknum í sama riðli sigraði Brice Leverdez frá Frakklandi Christian Kirchmayr frá Sviss 22:20, 22:20 en þeir báðir voru fyrir leiki kvöldsins komnir áfram í 16 manna úrslit. Mótið heldur áfram á morgun og því lýkur á sunnudag, eða sama dag og lokahátíð Evrópuleikanna fer fram.

Myndir með frétt