Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

02.10.2020 - 03.10.2020

Ársþing FRÍ 2020

Ársþing Frjálsíþróttasambands Íslands verður...
22

Hrafnhildur og Matthías reynslunni ríkari

16.07.2019

Ár hvert er tveimur einstaklingum boðið að taka þátt í námskeiði í Ólympíu í Grikklandi á vegum Alþjóða Ólympíuakademíunnar. ÍSÍ auglýsti eftir umsóknum og urðu tveir fyrir valinu, Hrafnhildur Lúthersdóttir úr sundi og Matthías Heiðarsson úr frjálsíþróttum. Námskeiðið stóð yfir frá 1.-15. júní sl. og bjuggu þau Hrafnhildur og Matthías á heimavist Alþjóða Ólympíuakademíunnar ásamt öðrum þátttakendum hvaðanæva úr heiminum. Þar fóru fram fyrirlestrar og vinna í hópum en einnig tóku þátttakendur þátt í keppni í íþróttum, fóru skoðunarferðir og kynntust hverju öðru.

Hrafnhildur og Matthías voru afar ánægð með ferðina til Ólympíu og voru sammála um að það sem stóð eftir voru þau sambönd sem þau mynduðu við hina þátttakendurna. 

Myndir með frétt