Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
21

USVH Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

14.08.2019

Ungmennasamband Vestur – Húnvetninga (USVH) fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarhérað ÍSÍ föstudaginn 26. júlí síðastliðinn í húsnæði sundlaugarinnar á Hvammstanga. Þennan sama dag fór fram þríþrautarkeppni USVH sem jafnan er skemmtilegur viðburður. Það var Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ sem afhenti Reimari Marteinssyni formanni USVH viðurkenninguna. Stjórn USVH hefur öll komið að vinnunni í tengslum við þessa viðurkenningu auk framkvæmdastjóra sambandsins og hefur skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri aðstoðað við þá vinnu, m.a. með vinnufundum heima í héraði. USVH er þriðja íþróttahéraðið sem fær þessa viðurkenningu frá ÍSÍ á eftir UMSE og UMSS. Allmörg íþróttahéruð eru í vinnuferli til að fá þessa viðurkenningu.

Á myndunum eru þau Sigríður Jónsdóttir varaforseti ÍSÍ og Reimar Marteinsson formaður USVH ásamt gestum á staðnum.

Myndirnar tók Ómar Eyjólfsson. 

Myndir með frétt