Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.07.2023 - 29.07.2023

EYOF Maribor 2023

Sumarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í...
26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
5

Opið fyrir skráningar í Göngum í skólann

28.08.2019

Opið er fyrir skráningu í Göngum í skólann 2019 og hefur skráning skóla farið vel af stað. 37 skólar hafa nú þegar skráð sig. Hægt verður að skrá sig til leiks meðan á verkefninu stendur eða fram að alþjóðlega Göngum í skólann deginum þann 2. október næstkomandi. Þeir skólar sem ætla að taka þátt í Göngum í skólann þurfa að skrá sig til þátttöku á vefsíðu Göngum í skólann undir „skráning.“ Ekkert kostar að skrá sig en tilgreina þarf nafn skóla og tengiliðs ásamt stuttri lýsingu á hvað viðkomandi skóli ætlar að gera í tilefni af Göngum í skólann mánuðinum.

Einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup og hjólabretti. Ávinningur er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.

Vefsíða Göngum í skólann.