Nýnemakynning HÍ

Menntavísindasvið Háskóla Íslands stóð fyrir þeirri nýbreytni í ár að bjóða nýnemum uppá heila viku þar sem þeim gafst kostur á að fara á vettvang í heimsóknir til stofnanna, fyrirtækja og samtaka sem koma að uppeldismálum. Íþrótta- og Ólympíusambandið tók þátt og bauð nemendur velkomna. Var þetta hluti af því að leggja áherslu á að nemendur eru hluti af stærra samfélagi strax á fyrstu dögum skólans. Einnig að gefa þeim strax tækifæri til að kynna sér starfsemi þessara aðila og möguleika á framtíðarstörfum.
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tók á móti hópi 24 nýnema sem allir stunda nám við íþrótta- og heilsufræði. Boðið var uppá kynningu á starfsemi ÍSÍ ásamt því að rætt var um framtíðar atvinnu möguleika innan íþrótta á næstu árum.
Einnig var töluverð umræða um framtíðar rannsóknarverkefni innan íþróttanna sem gætu gagnast íþróttasamfélaginu.