Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

02.10.2020 - 03.10.2020

Ársþing FRÍ 2020

Ársþing Frjálsíþróttasambands Íslands verður...
23

#BeActive dagurinn

09.09.2019

BeActive dagurinn fór fram í Laugardalnum 7. september sl. í tilefni af Íþróttaviku Evrópu sem fer fram 23. – 30. september. Það var mikið um að vera í Laugardalnum en gestir og gangandi fengu að prófa hinar ýmsu íþróttagreinar og hreyfingu svo sem Qigong, parkour, aquazumba, frjálsar íþróttir, frisbígolf, rathlaup, krikket, zumba, götuhokkí, sundknattleik, ruðning og handstöðu- og movement kennslu. Leikhópurinn Lotta skemmti yngstu kynslóðinni og Húlladúllan kenndi ungum og öldnum að húlla. Coca-Cola European Partners Ísland ehf gaf topp.

Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sér um að halda utan um verkefnið hérlendis og er þetta í annað skipti sem sérstakur BeActive dagur er haldinn hátíðlegur. Ljóst er að þessi skemmtilegi dagur er kominn til að vera. Íþróttavika Evrópu hefst síðan 23. september og stendur yfir í viku. Vefsíða verkefnisins er www.beactive.is og Facebook síðuna má finna hér.

Myndir frá deginum má sjá á myndasíðu ÍSÍ hér.

Myndir með frétt