Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
20

Sýnum karakter byggir á jafningjagrundvelli

07.10.2019

Fjórða Sýnum karakter ráðstefnan fór fram sl. laugardag undir yfirskriftinni „Hvernig getur keppnisfyrirkomulag mótað eða eyðilagt karakter?“ Ráðstefnan fór fram í Háskólanum í Reykjavík og voru sjö er­indi flutt. Dr. Viðar Halldórsson félagsfræðingur og hugmyndasmiður Sýnum karakter hélt erindi um íþróttir og áhrif móta á unga iðkendur. Sig­urður Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Ung­menna­sam­bands Borg­ar­fjarðar, sagði frá því hvernig fé­lagið vinni um þess­ar mund­ir að því að inn­leiða hug­mynda­fræði verk­efn­is­ins Sýnum karakter í all­ar deild­ir aðild­ar­fé­laga, Sól­veig Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Fim­leika­sam­bands Íslands, sagði frá breyt­ing­um á móta­fyr­ir­komu­lagi í áhaldafim­leik­um barna og Arn­ar Bill Gunn­ars­son, fræðslu­stjóri KSÍ, sagði frá því hvernig fót­bolti yngri flokka hafi breyst. Sveinn Þor­geirs­son, aðjúnkt á íþrótta­fræðasviði HR, sagði frá hand­bolta­leikj­um barna og ýms­um nýj­ung­um og André Lachance frá Sport for Life í Kan­ada sagði frá breytt­um hugs­ana­hætti í þjálf­un og íþróttaiðkun. Að lok­um lýsti Jó­hanna Vig­dís Hjalta­dótt­ir fjöl­miðlakona þeim já­kvæðu áhrif­um sem íþróttaiðkun hafi haft á fatlaðan son sinn og fjölskylduna. Ráðstefnustjóri var Pálmar Ragnarsson.

Mark­mið verkefnisins Sýnum karakter snýr að þjálf­un sál­rænn­ar og fé­lags­legr­ar færni barna og ung­menna í íþrótt­um og er verkefninu ætlað að hvetja þjálf­ara og íþrótta­fé­lög til að leggja enn meiri og mark­viss­ari áhersl­ur á að byggja upp góðan karakt­er hjá iðkend­um og gera þá bet­ur í stakk búna til að tak­ast á við lífið auk þess að ná ár­angri í íþrótt­um. Sýnum karakter er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Ungmennafélags Íslands.

Ráðstefnan var tekin upp og er von á því að hún verði birt á vefsíðu Sýnum karakter innan skamms. ÍSÍ og UMFÍ þakka fyrirlesurum kærlega fyrir þeirra framlag til verkefnisins.

Vefsíða Sýnum karakter.

Facebook síða Sýnum karakter.

Myndir með frétt