Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.08.2020 - 26.08.2020

Ársþing BSÍ

Ársþing Badmintonsambands Íslands verður...
4

Vinnustofan vettvangur fyrir nýjar hugmyndir

07.10.2019

Þann 3. og 4. október sl. fór fram vinnustofa ætluð þeim sem sjá um fræðslu-og/eða mótamál í íþróttahreyfingunni. Vinnustofan var haldin í tengslum við verkefnið Sýnum karakter, sem er á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélags Íslands (UMFÍ). Yfirskrift vinnustofunnar var „Keppni með tilgang“ og snérist um keppni hjá börnum og ungmennum. Kanadamaðurinn André Lachance frá Sport for Life hafði umsjón með stofunni. Lachance er prófessor við Háskólann í Ottawa og heldur fyrirlestra og vinnustofur á alþjóðlegum vettvangi, t.d. hefur hann haldið vinnustofur fyrir Íþróttasamband Svíþjóðar (RF) og Danmerkur (DIF) á síðastliðnu ári. 

Fulltrúar frá Knattspyrnusambandi Íslands, Skautasambandi Íslands, Fimleikasambandi Íslands, Sundsambandi Íslands, Blaksambandi Íslands, Landssambandi hestamanna, Frjálsíþróttasambandi Íslands og fulltrúar íþróttahéraðanna Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ), Héraðssambands Vestfirðinga (HSV) og Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) sátu vinnustofuna. Einnig sátu fulltrúar frá ÍSÍ og UMFÍ vinnustofuna. Markmiðin með vinnustofunni voru m.a. að auka þekkingu á þroskaferli barna og ungmenna, skoða hvernig keppnisfyrirkomulag hefur áhrif á innihald þjálfunar, sértækar keppnisreglur o.fl. 

Vinnustofan mældist vel fyrir og var vettvangur fyrir skapandi umræðu um hvernig megi mæta þörfum barna með réttum áherslum í keppni og mótahaldi.