Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
20

Paralympic dagurinn 19. október

10.10.2019

Laugardaginn 19. október næstkomandi heldur Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) Paralympic-daginn. Dagurinn er stór og skemmtilegur kynningardagur á íþróttum fatlaðra á Íslandi og fer fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 13-16. Gestum gefst færi á að kynna sér starfsemi aðildarfélaga Íþróttasambands fatlaðra og þá starfsemi sem þau hafa upp á að bjóða. ÍSÍ hvetur fólk til að líta við í Laugardal og sjá hvaða íþróttir standa fötluðum til boða í landinu. 

Íþróttafréttamaðurinn Haukur Harðarson stýrir deginum af sinni einskæru snilld. ÍF hvetur gesti til að skora Hauk á hólm í boccia, borðtennis, hjólastólakörfu, lyftingum, blindrafótbolta, spretthlaupi og fleiru.

Vefsíða Íþróttasambands fatlaðra.

Facebook síða Íþróttasambands fatlaðra.