Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23.07.2023 - 29.07.2023

EYOF Maribor 2023

Sumarólympíuhátíð Evrópuæskunnar fer fram í...
26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
6

Merki Ólympíuleikanna í París 2024

22.10.2019

Í gær birti skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í París í Frakklandi merki Ólympíuleikanna 2024 og Ólympíumóts fatlaðra 2024. Athöfnin fór fram í París, en um 700 hlauparar hlupu mismunandi leiðir í kringum miðpunkt Parísar og mynduðu útlínur nýja merkisins. Merkið var síðan sýnt í heild sinni á risastórum skjá í kvikmyndahúsinu Grand Rex Cinema í París kl.20.24. Í fyrsta skipti í sögunni er sama merki notað fyrir Ólympíuleika og Ólympíumót fatlaðra. Merkið sameinar þrjú þekkt tákn sem tengjast íþróttum, Ólympíuleikunum og Frakklandi, þ.e. gullverðlaunapening, ólympíueldinn og Marianne. Marianne er holdgervingur gilda franska lýðveldisins sem talin eru í kjörorðum landsins; „Frelsi, jafnrétti, bræðralag“. Hún er mikilvægt tákn lýðveldishyggju, frjálslyndis og lýðræðis í Frakklandi. Myndir af Marianne hafa birst á ýmsum opinberum skjölum, frímerkjum og myntum í Frakklandi og þótti skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í París við hæfi að tengja Marianne við merki leikanna. 

Ólympíuleikarnir í París fara fram 26. júlí - 11. ágúst 2024. Keppendur koma frá 206 þjóðum og eru þátttakendur um 11.000. Keppnisgreinar á leikunum 2024 eru 28, en einnig fer keppni fram í fjórum íþróttagreinum sem hafa ekki áður verið á dagskrá á Ólympíuleikum. Ólympíuleikarnir fóru fram í París árin 1900 og 1924, en á leikunum árið 1900 fengu konur í fyrsta skipti þátttökurétt á Ólympíuleikum. 

 

Nánar má lesa sér til um keppnisgreinar hér á vefsíðu leikanna.

Vefsíðu Ólympíuleikanna í París 2024 má sjá hér.