Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

Lausanne 2020 - þriðja keppnisdegi lokið

12.01.2020

Þá er þriðja keppnisdegi lokið á Vetrarólympíuleikum ungmenna. Aðalbjörg Lillý Hauksdóttir tók þátt í stórsvigskeppni stúlkna. Því miður hlekktist henni á í fyrri umferð og féll hún úr leik. Alls tóku 78 stúlkur þátt í keppninni en einungis 37 þeirra náðu að klára báðar ferðirnar. Sigurvegari í risasvigi stúlkna varð Amelie Klopfenstein frá Sviss, í öðru sæti varð finnska stúlkan Rosa Pohjolainen og í þriðja sætinu varð Amanda Salzbeger frá Austurríki.

Á morgun mánudag fer fram keppni í stórsvigi drengja. Þar er Gauti Guðmundsson með rásnúmer 56 af 77 keppendum.