Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

02.10.2020 - 03.10.2020

Ársþing FRÍ 2020

Ársþing Frjálsíþróttasambands Íslands verður...
20

Lausanne 2020 - keppni í fyrri hluta lokið hjá okkar fólki

14.01.2020

Í dag luku íslensku keppendurnir í alpagreinum þátttöku á Ólympíuleikum ungmenna í Lausanne þegar þeir tóku þátt í svigkeppni leikanna. Féllu báðir íslensku keppendurnir úr leik án þess að ljúka keppni. Aðalbjörg Lillý féll í fyrri umferð en Gauti Guðmundsson í annarri umferð. Eftir fyrri ferðina var Gauti í 33. sæti.

Á fimmtudag halda keppendur sem tóku þátt í fyrri hluta Vetrarólympíuleika ungmenna til síns heima. Sama dag koma íslensku þátttakendurnir í skíðagöngu á mótsstað. Á myndinni sem fylgir má sjá alpagreinaþátttakendur á leikunum frá vinstri Dagmar Ýr Sigurjónsdóttir þjálfari, Aðalbjörg Lillý Hauksdóttir, Gauti Guðmundsson og Grímur Rúnarsson þjálfari.