Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

23

Hádegisfundur - þátttaka barna af erlendum uppruna

25.01.2020

Miðvikudaginn 29. janúar fer fram hádegisfundur í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal og hefst hann kl.12:10 og stendur til kl.13. Fyrirlesari verður Solveig Straume prófessor við Háskólann í Molde í Noregi. Solveig hefur sérhæft sig í þátttöku barna af erlendum uppruna í íþróttastarfi. Hún mun gefa okkur innsýn í verkefni sem hún hefur komið að til að auka þátttöku barna í Noregi.

Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis og verður honum streymt.

Þessi viðburður er hluti af Reykjavíkurleikunum (RIG) og haldinn í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ).

ÍSÍ minnir á bæklinginn Vertu með sem er til á 6 tungumálum og er samstarfsverkefni ÍSÍ og UMFÍ. Bæklingurinn hefur það að markmiði að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Markhópur efnisins eru foreldrar barna og ungmenna af erlendum uppruna. Í bæklingnum er að finna hagnýtar upplýsingar um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Sem dæmi má nefna; upplýsingar um æfingagjöld íþróttafélaga, frístundastyrki, mikilvægi þátttöku foreldra og kosti þess að hreyfa sig í skipulögðu starfi. Bæklingurinn er gefinn út á sex tungumálum þ.e. á íslensku, ensku, pólsku, tælensku, litháísku og filippseysku. 

Nálgast má bæklingana hér.