Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.04.2025 - 26.04.2025

Ársþing ÍF 2025

Ársþing Íþróttasambands fatlaðra (ÍF) verður...
27.04.2025 - 27.04.2025

Ársþing HHF 2025

Ársþing Héraðssambands Hrafna-Flóka (HHF)...
25

Undirritun viðaukasamnings

06.02.2020

Í dag undirrituðu Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ viðaukasamning um 400 milljón króna framlag til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna ársins 2020. Að undirritun lokinni fékk ráðherra og föruneyti hennar upprifjun á Afreksstefnu ÍSÍ og starfsreglum Afrekssjóðs ÍSÍ, sem tóku gildi árið 2017.

Árið 2016 var gerður samningur á milli ráðuneytisins og ÍSÍ um stóraukið fé til Afrekssjóðs ÍSÍ til ársins 2019. Samningar um fjárframlög til ÍSÍ vegna reksturs, verkefna og Afrekssjóðs ÍSÍ á árunum 2021-2024 verða undirritaðir á næsta ári.