Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
01.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2022 - Dakar

Næstu Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram...
4

Undirritun viðaukasamnings

06.02.2020

Í dag undirrituðu Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ viðaukasamning um 400 milljón króna framlag til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna ársins 2020. Að undirritun lokinni fékk ráðherra og föruneyti hennar upprifjun á Afreksstefnu ÍSÍ og starfsreglum Afrekssjóðs ÍSÍ, sem tóku gildi árið 2017.

Árið 2016 var gerður samningur á milli ráðuneytisins og ÍSÍ um stóraukið fé til Afrekssjóðs ÍSÍ til ársins 2019. Samningar um fjárframlög til ÍSÍ vegna reksturs, verkefna og Afrekssjóðs ÍSÍ á árunum 2021-2024 verða undirritaðir á næsta ári.