Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

02.03.2024 - 02.03.2024

Ársþing HRÍ 2024

Ársþing Hjólreiðasamband Íslands (HRÍ) verður...
2

Æfing hugans - Ólympíustöðin

10.02.2020

Á Ólympíustöðinni og í smáforriti Ólympíustöðvarinnar má nú finna ráðleggingar frá Ólympíuförum um markmiðasetningu, núvitund, ímyndunarþjálfun og fleira sem allir geta nýtt sér. Afreksíþróttafólk og Ólympíufarar deila sinni reynslu, t.d. um það hvernig yfirstíga á pressu, í myndböndum, viðtölum, greinum o.fl. 

Hér má finna myndböndin: Olympic State of Mind!

Ólympíustöðin er ókeypis vettvangur sem sýnir beint frá íþróttaviðburðum, er með nýjustu fréttir og býður upp á útsendingar tileinkaða íþróttum og íþróttamönnum allt árið um kring. Stöðin leggur áherslu á afreksíþróttamenn og þeirra leið að meiri árangri. Á Ólympíustöðinni geta notendur upplifað kraft íþróttanna og Ólympíuhreyfingarinnar allt árið, hvar sem er og hvenær sem er. Hægt er að horfa á Ólympíustöðina á vefsíðu Olympic Channel. Íþróttamenn og aðdáendur geta einnig fylgt Ólympíustöðinni á samfélagsmiðlasíðum hennar, FacebookInstagramTwitter og YouTube.