Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
20

5 mánuðir til Ólympíuleika 2020

24.02.2020

Nú eru fimm mánuðir þangað til setningarhátíð Ólympíuleikanna í Tókýó fer fram þann 24. júlí 2020. Leikarnir standa yfir í rúmar tvær vikur og lýkur með lokahátíð þann 9. ágúst. 

Viðburðadagskráin á Ólympíuleikunum í Tókýó er töluvert breytt frá fyrri leikum, en þessi nýja dagskrá markar stórt skref í þróun Ólympíuleikanna. Breytingin verður til þess að hlutur kynjanna á leikunum jafnast, íþróttafólki fækkar og þar með minnkar umhverfisspor leikanna. Aldrei áður hefur ríkt jafn mikið kynjajafnvægi og á þessum leikum, en á leikunum verða konur 49% keppenda af 11.000 íþróttamönnum.

Sjá má íþróttagreinarnar sem keppt verður í hér og dagskrá leikanna má sjá hér

Á vefsíðu leikanna hér má sjá síðu tileinkaða erlendum gestum. Áhugasamir geta séð ýmsar hagnýtar upplýsingar um Tókýó, ferðatilhögun, miðamál og fleira. Japanir opnuðu einnig síðla árs 2019 Ólympíusafn í tilefni Ólympíuleikanna 2020 og nú þegar hafa fleiri en 100.000 gestir sótt safnið heim. Þar geta gestir kynnst Ólympíuleikunum frá öðru sjónarhorni en áður. Safnið verður án efa viðkomustaður erlendra gesta á komandi mánuðum fram að leikum og á Ólympíuleikunum sjálfum. Hér er vefsíða Ólympíusafnsins í Japan.

Japan er töfrandi land og þar er margt hægt að gera og skoða. Skipuleggjendur leikanna benda á vefsíðuna Japan Travel, en þar má sjá hvað er í boði. Það er t.d. hægt að gista í hofum víðsvegar um Japan og upplifa frið og ró í umhverfi munka, fara í fuglaskoðun og sjá fjölbreyttar tegundir fugla, upplifa leikhúsmenninguna, en hundruðir leikhúsa í Japan bjóða upp á sýningar sem sýndar hafa verið í margar aldir og eru á lista UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf Japana. Í borginni Hamamatsu er fallegt úrval af skærlituðum blómum allt árið um kring og þar fara fram blómahátíðir oft á ári. Einnig er tilvalið að kynna sér helstu íþróttagreinar sem stundaðar eru í Japan, t.d. þjóðaríþrótt Japana - súmóglímu, hafnabolta, bardagaíþróttirnar kendo, júdó, karate o.fl. Vinsælast á meðal ferðamanna þessa dagana eru skógarböð, en þá er átt við að verja tíma í skógum á meðal dýra, trjáa, vatna og náttúrunnar í allri sinni dýrð. Japönsku alparnir, sem sjá má hér, eru nálægt Tókýó og þangað er tilvalið að fara til þess að upplifa skógarböð. 

#Tokyo2020

Vefsíða leikanna

Japan Travel

Myndir með frétt