Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.11.2024 - 12.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
10

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins 2020

02.03.2020

Fulltrúar frá vinnustöðum, grunn-, og framhaldsskólum tóku á móti sínum verðlaunum sl. föstudag á verðlaunaafhendingu Lífshlaupsins 2020 sem fór fram í sal KSÍ við Laugardalsvöll. Metþátttaka var í Lífshlaupinu í ár. Þátttakendur voru samtals 18.198 í 1.680 liðum og voru alls 16.261.466 hreyfimínútur skráðar og 209.413 dagar.

Mætingin á verðlaunaafhendinguna var góð. Gaman er að sjá hversu margir vinnustaðir og skólar eru duglegir að taka þátt í verkefninu ár eftir ár með flottum árangri. Lífshlaupið er orðið að vinnustaða- og skólamenningu á mörgum þeirra staða sem skara fram úr og vinnustaðir og skólar eru duglegir að skapa sínar eigin innanhússhefðir í kringum Lífshlaupið.

Veitingar voru í boði Mjólkursamsölunnar, sem er einn af samstarfsaðilum Lífshlaupsins.

Á myndinni má sjá fulltrúa frá NOVA, en NOVA sigraði vinnustaðakeppnina í ár með 150-399 starfsmenn ásamt Þránni Hafsteinssyni formanni Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ.

ÍSÍ þakkar fyrir góða keppni í ár og hvetur fólk til að halda áfram að hreyfa sig.