Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
17

Ólympíuleikar í Tókýó

27.03.2020

Forseti Alþjóðaólympíunefndarinnar, Thomas Bach, hélt í dag fjarfund með fulltrúum fjölmargra Ólympíunefnda, þar á meðal ÍSÍ.

Á fundinum fór Thomas Bach, forseti IOC, ítarlega yfir aðdraganda og helstu ástæður fyrir frestun Ólympíuleikanna fram á næsta ár.


Kom fram að þær þjóðir og þeir aðilar sem nú þegar hafa unnið sér þátttökurétt (kvótapláss) á leikunum muni halda þeim rétti. Búið er að ráðstafa 57% af kvótaplássum og vinna Alþjóðaólympíunefndin og alþjóðasambönd nú að því að finna sanngjarnar lausnir varðandi þann kvóta sem eftir stendur.

Á fundinum var tilkynnt að ákvörðun um nýjar dagsetningar á Ólympíuleikunum í Tókýó muni liggja fyrir innan þriggja vikna. Breytt dagskrá varðandi lágmarkatímabil þeirra íþróttagreina sem um ræðir og þær aðlaganir sem þarf að gera varðandi þátttökurétt munu fyrst verða klárar nokkrum mánuðum eftir að búið er staðfesta nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana.

Fundinn sátu fyrir hönd ÍSÍ þau Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ og Andri Stefánsson, sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ.