Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

04.02.2022 - 16.02.2018

Peking 2022

Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína...
22

Valgarð með Instagram ÍSÍ á mánudaginn

08.05.2020

Valgarð Reinhardsson, margfaldur Íslandsmeistari í fimleikum og lykilmaður í fimleikalandsliði Íslands, ætlar að taka yfir Instagram ÍSÍ mánudaginn 11. maí nk.

Valgarð hefur átt góðu gengi að fagna síðastliðin ár og keppt reglulega á alþjóðlegum mótum, Evrópu- og heimsmeistaramótum, Norðurlandamótum og Smáþjóðaleikum. Hann náði þeim sögulega árangri að vera fyrsti íslenski fimleikamaðurinn til að komst í úrslit á stökki þegar hann var fimmti í undanúrslitunum á Evrópumótinu 2018 en alls kepptu 151 keppandi á mótinu. Hann er ríkjandi Íslandsmeistari í fjölþraut, varð bikarmeistari með félagsliðinu sínu Gerplu 2017, 2018 og 2019 og vann til silfurverðlauna á tvíslá á Norðurlandamótinu 2018.
Valgarð hefur tvisvar sinnum farið sem fulltrúi Íslands á Evrópuleikana, fyrst 2015 í Bakú og síðan 2019 í Minsk og stóð sig vel. Hann stefnir á þátttöku á Ólympíuleikunum í Tókýó, sem frestað hefur verið til ársins 2021.

Fylgstu með degi Valgarðs á Instagrami ÍSÍ.

Instagram ÍSÍ má sjá hér.