Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Síðasti dagur Hjólað í vinnuna

26.05.2020

 Í dag er síðasti keppnisdagur Hjólað í vinnuna 2020. ÍSÍ hvetur alla til að klára keppnina með stæl og ekki síður að tileinka sér umhverfisvænan og hagkvæman ferðamáta áfram þó Hjólað í vinnuna verkefninu sé að ljúka. Skrá má ferðir sem farnar hafa verið á tímabilinu 6. - 26. maí fram að hádegi þann 27. maí.

Á föstudaginn fer fram verðlaunaafhending í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegi 6, E-sal á 3. hæð kl. 12:10 og eru allir velkomnir að mæta og fylgjast með. Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í hverjum flokki í vinnustaðakeppninni og í kílómetrakeppninni. Vinningshafar verða tilkynntir á vefsíðu Hjólað í vinnuna á miðvikudaginn kemur.

Gangi ykkur öllum vel á lokasprettinum!

Nánari upplýsingar má finna á www.hjoladivinnuna.is ásamt síðum á Facebook og Instagram.