Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
10

Nýr formaður USVH

20.06.2020

79. Héraðsþing Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga (USVH) fór fram 15. júní sl. í félagsheimilinu á Hvammstanga. Mæting á þingið var góð en alls mættu 23 einstaklinga á kjörbréfi af 26. Þingforseti var Júlíus Guðni Antonsson. Á þinginu var kosið um formann og meðstjórnanda í stjórn USVH til tveggja ára auk þriggja varamanna til eins árs auk skoðunarmanna.

Guðrún Helga Magnúsdóttir var kjörinn nýr formaður og tekur hún við af Reimari Marteinssyni. Pálmi Geir Ríkharðsson var kjörinn nýr meðstjórnandi og tekur hann við af Þóreyju Eddu Elísdóttur. Guðrún Eik Skúladóttir var kjörin ný sem fyrsti varamaður, Reimar Marteinsson sem annar varamaður og Dagrún Barkardóttir ný þriðji varamaður. Ingibjörg Jónsdóttir og Kristín Ólafsdóttir voru kjörnar sem skoðunarmenn til 2 ára og Elín Jóna Rósenberg sem skoðunarmaður til vara í 1 árs.

Nokkuð var um lagabreytingar á þinginu en þar ber helst að nefna að 2. grein um val á Íþróttamanni ársins hjá USVH hljómar nú þannig að; Rétt til tilnefninga þarf einstaklingur að eiga lögheimili í Húnaþingi vestra eða stundar æfingar og keppir undir merkjum USVH eða aðildarfélaga þess og hafa náð 18 ára aldri. Þó er heimilt að tilnefna ungling sem keppir í flokki fullorðinna og er að ná það góðum árangri að hann teljist á meðal þeirra bestu í sinni íþróttagrein.

4. grein um val á Íþróttamanni ársins hjá USVH hljómar nú þannig að; Íþróttamaður ársins fær í verðlaun farandgrip sem hann varðveitir í eitt ár. Farandgripurinn vinnst aldrei til eignar. Einnig fær hann áritaðan grip til eignar, til minja um heiðurinn.

Fundargerð þingsins má skoða hér.

Þórey Edda Elísdóttir og Ingi Þór Ágústsson voru fulltrúar ÍSÍ á þinginu.