Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
20

Ný Þjálffræði bók

14.08.2020

Bókin Þjálffræði er splunkuný þýðing á norsku kennslubókinni Treningslære frá árinu 2017. Bókin er mikið breytt frá eldri útgáfu, sem kom fyrst út á íslensku árið 1998. Nýja útgáfan er mun efnismeiri, er í stærra broti og með myndum úr íslensku íþróttalífi. Bókin er gefin út af IÐNÚ útgáfu í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ). Anna Dóra Antonsdóttir þýddi bókina og Ragnhildur Skúladóttir, sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, stýrði verkinu fyrir hönd ÍSÍ og annaðist faglegan yfirlestur ásamt Ólafi H. Björnssyni íþróttafræðingi. Auk þess las Helgi Valur Pálsson sálfræðingur yfir kaflann um íþróttasálfræði og Ragna Ingólfsdóttir, verkefnastjóri kynningarmála hjá ÍSÍ, sá um val á ljósmyndum úr Myndasafni ÍSÍ. Völundur Óskarsson hafði umsjón með verkinu fyrir hönd IÐNÚ útgáfu. Þessi bók verður helsta kennslubók í Þjálfaramenntun ÍSÍ og þá er hún einnig kennslubók á íþrótta- og afreksbrautum framhaldsskólanna.

Á myndinni má sjá Líneyju Rut Halldórsdóttur framkvæmdastjóra ÍSÍ, Ragnhildi Skúladóttur sviðsstjóra Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ, Heiðar Inga Svansson framkvæmdastjóra Iðnú og Völund Óskarsson ritstjóra.