Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
14

Kristján endurkjörinn formaður BSÍ

27.08.2020
Þing Badmintonsambands Íslands (BSÍ) fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær, 26 ágúst 2020. Þetta 50. þing fór í alla staði vel fram og var því stýrt örugglega af þingforsetanum Frímanni Ara Ferdinandssyni. Fulltrúar frá fimm héraðssamböndum og íþróttabandalögum sóttu þingið.

Hrund Guðmundsdóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa auk þess sem Helgi Jóhannesson tekur við starfi landsliðsþjálfari 1. september og víkur því úr stjórn.
Arnór Tumi Finnsson, Guðrún Björk Gunnarsdóttir og Vignir Sigurðsson sitja áfram í stjórn auk Kristjáns Daníelssonar formanns.
Nýir í stjórn eru Andrés Andrésson, Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir og Kristinn Ingi Guðjónsson sem voru kosin til tveggja ára.

Stjórn Badmintonsambands Íslands skipar því eftirfarandi einstaklinga :
Kristján Daníelsson, formaður
Andrés Andrésson
Arnór Tumi Finnsson
Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir
Guðrún Björk Gunnarsdóttir
Kristinn Ingi Guðjónsson
Vignir Sigurðsson

Vegna Covid-19 var þingið smærra í sniðum en venja er og einungis eitt mál á dagskrá, utan samþykkt reikninga og stjórnarkjörs, en það var umfjöllun um Afreksstefnu BSÍ 2020-2028.
Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ ávarpaði þingið fyrir hönd ÍSÍ.

Ársskýrslu BSÍ og ársreikning er að finna hér.