Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

Fjarfundur með fulltrúum frá Tama City Tokyo

01.09.2020

 

Þó að Ólympíuleikunum hafi verið frestað til næsta árs heldur undirbúningur fyrir leikana áfram. Í gær átti Andri Stefánsson sviðsstjóri Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ fjarfund með fulltrúum frá Tama City í Japan, en auk hans var Jón Björn Ólafsson frá Íþróttasambandi fatlaðra á fundinum. Voru þar rædd fjölmörg málefni sem snúa að þátttöku Íslands á leikunum í Tókýó, s.s. áhrif COVID-19 faraldursins, dagsetningar gagnvart viðveru íslenska hópsins í Japan og undirbúningur vegna æfingabúða fyrir íslensku þátttakendurna en Tama City Tokyo verður gestgjafi þeirra í aðdraganda leikanna. 

Tama City Tokyo er sveitarfélag í vesturhluta Tokyo svæðisins með um 150 þúsund íbúa. Tama City Tokyo býður, í samstarfi við Kokushikan háskólann æfinga- og gistiaðstöðu fyrir íslenska hópinn í aðdraganda leikanna en ágætis íþróttaaðstaða er í borginni og á háskólasvæðinu. Nálægð borgarinnar við mannvirki Ólympíuleikanna mun gefa íslenska hópnum fjölmörg tækifæri til þess að bæta enn frekar undirbúning og aðlögun en hafa ber í huga að níu klukkustunda tímamismunur er á milli Íslands og Japans.