Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
21

Snorri skíðakappi sýnir frá degi í sínu lífi

29.09.2020

Snorri Einarsson, Ólympíufari og margverðlaunaður skíðagöngumaður, tekur við ÍSÍ story á Instagrami ÍSÍ á morgun, miðvikudaginn 30. september.

Snorri hefur verið kjörinn Skíðamaður ársins fjórum sinnum af Skíðasambandi Íslands (SKÍ) síðastliðin fjögur ár. Hann er búsettur á Ísafirði með Elínu Mörtu Eiríksdóttur og þremur börnum þeirra. Snorri keppti undir merkjum Noregs til ársins 2016, en hann á íslenskan föður og norska móður, en þá ákvað hann að skipta yfir og keppa sem Íslendingur. Snorri hefur sýnt ákveðna yfirburði innan SKÍ og er eini aðilinn sem tekur þátt í heimsbikarnum, sterkustu mótaröð heims innan FIS. Hápunktur Snorra á árinu 2019 var á heimsmeistaramótinu í Austurríki þegar hann náði 18. sæti í 50 km göngu með frjálsri aðferð. Er þetta besti árangur hjá íslenskum skíðagöngumanni frá upphafi. Hann var einungis 18 sek. frá 3. sætinu í tæplega 2 klst langri keppni. Tók Snorri stórt stökk á heimslistanum í kjölfarið, úr 288. sæti í 103. sæti. Snorri náði einnig glæsilegum árangri þegar hann varð í 26. sæti í heimsbikar í Noregi í 50 km göngu með hefðbundinni aðferð. Snorri varð fjórfaldur Íslandsmeistari á árinu 2019 og vann allt sem hann keppti í á Skíðamóti Íslands.

Fylgstu með degi í lífi Snorra hér á Instagrami ÍSÍ á morgun.