Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
25

Sérstök aðgát í íþróttahúsum í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu

02.10.2020

 

Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins hefur sent tilmæli er eiga við um íþróttahús í eigu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Tilmælin gilda til 12. október.

  • Mælst er til þess að foreldrar og forráðamenn séu ekki viðstaddir æfingar og frístundastarf barna og komi ekki inn í íþróttasal meðan á æfingum stendur. 
  • Hafi börn ekki þroska eða aldur til að vera ein í íþróttatíma t.d. íþróttaskóla barna þá fellur sá tími niður.
  • Foreldrar og forráðamenn fylgi fyrirmælum um innkomu inn í íþróttasalina.
  • Starfsemi sem ekki tilheyrir ÍSÍ og þeirra reglum um sóttvarnir og skipan sóttvarnarfulltrúa er ekki heimil.

Markmið tilmæla almannavarnarnefndar er að tryggja að starfsemi í íþrótta- og tómstundastarfi raskist sem minnst. Tilmælin má sjá í heild sinni hér.