Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
17

Dagur göngunnar í dag

04.10.2020

Í dag, þann 4. október, fer fram boðhlaupsganga um allan heim en markmiðið með göngunni er að koma boðhlaupskefli á rafrænan hátt yfir öll 24 tímabeltin. TAFISA (The Association For International Sport for All) skipuleggur verkefnið ár hvert en alls hafa milljónir manns í yfir 160 löndum tekið þátt síðan verkefnið fór fyrst af stað árið 1991.

Undanfarna mánuði hefur heimurinn verið heltekinn af Covid-19 faraldrinum og finna margir fyrir óvissu og streitu vegna þessa. Það er mikilvægt á svona óvissutímum að einstaklingar hugi að andlegri og líkamlegri heilsu með því að hreyfa sig reglulega. Þessi boðhlaupsganga er að mörgu leyti táknræn en á sama tíma og verið er að hvetja fólk til þess að hreyfa sig er verið að sýna mikinn sameiningarmátt með því að rétta keflið áfram um allan heim. Slíkan sameiningarmátt þarf heimurinn einmitt að finna fyrir í baráttunni gegn Covid-19.

Hin unga og efnilega afreksíþróttakona Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ætlar að rétta keflið fyrir hönd Íslendinga en allir eru hvattir til þess að taka þátt með því að hreyfa sig í dag og nota myllumerkið #worldwalkingday á samfélagsmiðlum. Auðvitað er engin skylda að taka myndir og nota myllumerkið en allir eru hvattir til þess að fara út og hreyfa sig. Það þarf ekki að vera ganga heldur getur það verið hvaða hreyfing sem er, hvort sem það er ganga, hlaup, hjólreiðar, brimbretti, fótbolti eða annað.


Hér er hægt að lesa nánar um World Walking Day 2020.