Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
17

Göngum í skólann - Sögur frá skólum

06.10.2020

Á morgun, þann 7. október, er alþjóðlegur Göngum í skólann dagur og er það jafnframt síðasti dagur Göngum í skólann verkefnisins hér á landi. ÍSÍ hvetur skóla til þess að senda inn myndir og frásagnir um hvernig verkefnið fór fram, en 75 skólar skráðu sig í verkefnið þetta árið. Hér eru tvær frásagnir, annars vegar frá Fossvogsskóla og hins vegar frá Grunnskólanum á Þingeyri:

Fossvogsskóli sendi þessa frásögn: „Göngum í skólann verkefnið var samþætt með stærðfræði í 1. bekk. Við unnum með stærðfræðihugtökin talnastrik og súlurit. Eftir talningar vikunnar lögðum við saman öll talnastrikin og fengum niðurstöður. Við létum ekki staðar numið þar heldur tókum niðurstöðu tölurnar og skoðuðum hvað þær væru miklir peningar. Verkefni þetta tókst vel og nemendur áhugasamir því við gátum tengt það við námsefnið þeirra".

Grunnskólinn á Þingeyri sendi þessa frásögn: Elsta stig Grunnskólans á Þingeyri hlaut gullskóinn 2020, farandbikar sem hópurinn vann í tengslum við Göngum í skólann í september. Allir nemendur og starfsfólk merktu þá daga sem þeir komu gangandi eða hjólandi í skólann. Allir dagar hvers námshóps voru taldir og fundið út meðaltal hvers hóps. Allir hópar stóðu sig mjög vel og það munaði ekki miklu á stigagjöfinni. Starfsfólk skólans mætti taka sig á en nemendur unnu það í þessari keppni. Það starfsfólk sem hefur hjólað og gengið í vinnuna síðan í haust fékk samt klapp og lof í lófa fyrir dugnað. Fyrir afhendingu fórum við yfir ýmsa þætti sem styðja við það að velja virkan ferðamáta og hvers við þurfum að gæta. Við minntum á nauðsyn þess að vera með hjálm þegar við hjólum og að tími endurskinsmerkja sé hafinn.“

Vefsíða Göngum í skólann