Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
27.07.2024 - 13.08.2024

Keppni í 100 m...

Anton Sveinn McKee keppir í 100 m bringusundi...
20

Sandgerðisskóli í Ólympíuhlaupi ÍSÍ

16.10.2020

Þann 6. október sl. tók Sandgerðisskóli þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Hlaupið er haldið ár hvert til að hvetja nemendur skólans til aukinnar hreyfingar. Nemendur og starfsfólk hlupu samtals 1445 km og í frétt á vefsíðu Sandgerðisskóla segir „en það er meira en að keyra frá Sandgerði og fara hringinn í kringum landið, taka auka rúnt um Reykjanesið og enda ferðalagið í Sandgerði“.

Á yngsta stigi hljóp 5. bekkur mest en hann fór að meðaltali 7,1 km á mann. Á eldra stigi hljóp 10. bekkur mest, eða 7,3 km að meðaltali á mann. Tveir nemendur hlupu báðir rúma 18 km og fengu viðurkenningu frá skólanum sem Skólahlaupameistarar Sandgerðisskóla árið 2020. „Þeir hefðu eflaust getað hlupið meira en við stoppuðum þá vegna tímaleysis“, segir í fréttinni.

Hér fyrir neðan má sjá skemmtilegar upplýsingar frá Ólympíuhlaupi ÍSÍ í Sandgerðisskóla:

  • 1. bekkur = 160 hringir = 64 km = meðatal 3,8 km
  • 2. bekkur = 407 hringir = 163 km = meðatal 5,6 km
  • 3. bekkur = 278 hringir = 112 km = meðatal 4,7 km
  • 4. bekkur = 227 hringir = 90,8 km = meðaltal 4,54 km
  • 5. bekkur = 583 hringir = 233,2 km = meðaltal 7,06 km
  • 6. bekkur = 477 hringir = 190 km = meðaltal 6,3 km
  • 7. bekkur = 442 hringir = 195,4 km = meðaltal 6,3 km
  • 8. bekkur = 517 hringir = 206,8 km = meðatal 7,13 km
  • 9. bekkur = 146 hringir = 58,4 km = meðaltal 7,07 km
  • 10. bekkur = 329 hringir = 131,2 km = meðaltal 7,3 km