Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

20

Fundur sérsambanda ÍSÍ með sóttvarnaryfirvöldum

19.10.2020

Fulltrúar ÍSÍ og sérsambanda ÍSÍ hafa átt annasaman morgun við að átta sig á stöðunni varðandi íþróttastarf næstu vikurnar, út frá nýjustu takmarkunum yfirvalda vegna COVID-19. 
Innan ÍSÍ eru stundaðar yfir 50 ólíkar íþróttagreinar og setja þarf reglur um hverja og eina í hvert sinn sem yfirvöld gera breytingar á reglugerðum um íþrótta- og tómstundastarfið í landinu á COVID-tímum.

Í morgun funduðu fulltrúar ÍSÍ og sérsambanda ÍSÍ saman og að þeim fundi loknum funduðu sömu aðilar með fulltrúum frá sóttvarnayfirvöldum og ráðuneytum. Á fundunum var farið yfir álitamál sem hafa skapast í kjölfar gildistöku nýrrar reglugerðar. Mörgum spurningum var svarað varðandi túlkun reglugerðarinnar út frá aðstæðum og þörfum einstakra íþróttagreina en ljóst er að enn um sinn eru ýmsar takmarkanir á íþróttastarfinu á höfuðborgarsvæðinu sem munu hafa mismikil áhrif á íþróttagreinarnar sem stundaðar eru innan ÍSÍ.

Frétt á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins þar sem sagt er frá nýjustu reglugerðum sem í gildi eru og vísun í reglugerðirnar má finna hér.

 

Myndir með frétt