Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Áfram veginn - kynningarmánuður ÍF

25.11.2020

Nú í nóvember setti Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) af stað kynningarmánuð sem kallast Áfram veginn á vefsíðunni www.hvatisport.isMeð kynningarmánuði vonast ÍF til þess að umfjöllunin um íþróttastarf fatlaðra á Íslandi vekji áhuga og tryggi að iðkendur skili sér fljótt og vel aftur inn í aðildarfélögin um leið og hægt verður að gangsetja íþróttastarfið í landinu á nýjan leik. Starfsemi Íþróttasambands fatlaðra og aðildarfélaganna er afar fjölbreytt og því verður af nægu að taka næsta mánuðinn.

Í tengslum við kynningarmánuðinn hafa þriðja árs nemar við íþróttafræðideild Háskóla Íslands (HÍ) sett saman hlaðvarpið Áfram veginn, sem fjallar um íþróttir fatlaðra, Paralympics og Special Olympics. Hlaðvarpið er liður í námskeiðinu „Íþróttakennsla í margbreytilegum hópi og sérhæfð þjálfun“.

Hlaðvarpið má nálgast hér.

Vefsíða Íþróttasambands fatlaðra.