Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10

Verum hraust - Hlaðvarp ÍSÍ - Júlían J. K.

27.11.2020

Júlían J. K. Jóhannsson, Íþróttamaður ársins 2019 og stigahæsti kraftlyftingamaður á Íslandi frá upphafi, er fjórði gestur Verum hraust – Hlaðvarps ÍSÍ.

Júlían hefur náð glæsilegum árangri í kraftlyftingum síðastliðin ár. Á árinu 2019 setti Júlían heimsmet í réttstöðulyftu á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum, er hann lyfti 405,5 kg. Hann bætti eigið heimsmet um hálft kíló og hreppti auk þess bronsverðlaunin í samanlögðum greinum á mótinu. Hann náði 2. sæti á Evrópumeistaramótinu og var einnig kjörinn Íþróttamaður ársins 2019.

Á árinu 2018 setti Júlían heimsmet, Evrópumet og náði 3. sæti á HM í samanlögðum greinum. Hann er í miklu stuði þessa dagana og segist hvergi nærri hættur, enda eigi hann svo sannarlega eftir að toppa.

Í viðtalinu, sem tekið er af Rögnu Ingólfsdóttur, talar Júlían um markmiðasetningu, erfiða æfingaaðstöðu á tímum Covid, fjölskyldu sína, drauma sína og fleira.

Viðtalið má sjá hér á Youtube-síðu ÍSÍ.

Verum hraust – Hlaðvarp ÍSÍ er aðgengilegt á öllum helstu veitum, Spotify og Apple iTunes. Einnig má hlusta á viðtalið hér fyrir neðan.