Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Guðni nýr formaður LH

07.12.2020

62. Landsþing Landssambands hestamannafélaga (LH) 2020 var haldið helgina 27. til 28. nóvember með rafrænum hætti.

Meðal samþykkta þingsins er áframhaldandi samstarf LH við Horses of Iceland-verkefnið, stöðulisti inn á Íslandsmót fullorðinna og ungmenna, tilmæli um að reglur um gæðingafimi LH verði notaðar til reynslu fram að næsta landsþingi, reglur um gæðingatölt, lágmarksstærð keppnisvallar innahúss, að LH hefji stefnumótun um nýliðun, áskorun til Bændasamtaka Íslands (BÍ) og FEIF (International Federation of Icelandic Horse Associations) um að endurskoða verklag við skráningu á nöfnum í WorldFeng, áskorun til Vegagerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga að standa vörð um reiðleiðir, stuðningur LH við faghóp sem vinnur að gerð auglýsinga um umferðaröryggismál hestamanna og fleira.

Æskulýðsbikar LH hlaut Hestamannafélagið Hornfirðingur en félagið hefur rekið öflugt nýliðunar- og æskulýðsstarf.

Guðni Halldórsson var kjörinn formaður LH, fráfarandi formaður Lárus Ástmar Hannesson gaf ekki kost á sér áfram en hann hefur gegnt embætti formanns síðan 2014.

Kosningu í aðalstjórn hlutu Stefán Logi Haraldsson, Gréta V. Guðmundsdóttir, Sóley Margeirsdóttir, Siguroddur Pétursson, Eggert Hjartarson og Hákon Hákonarson og í varastjórn voru kjörnir Einar Gíslason, Aníta Aradóttir, Ómar Ingi Ómarsson, Ingimar Baldvinsson og Lilja Björk Reynisdóttir.

Á mynd með fréttinni: Guðni Halldórsson nýkjörinn formaður LH og Lárus Ástmar Hannesson fráfarandi formaður LH.