Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

13

Nökkvi Fyrirmyndarfélag ÍSÍ

14.12.2020

Siglingaklúbburinn Nökkvi á Akureyri hefur hlotið gæðavottunina Fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Viðar Sigurjónsson, skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, afhenti Tryggva Jóhanni Heimissyni formanni Nökkva viðurkenninguna og fána Fyrirmyndarfélaga þann 11. desember sl., við nýtt aðstöðuhúsnæði Nökkva sem nú er í byggingu.

Á myndunum eru annars vegar Viðar og Tryggvi og hins vegar Tryggvi og Rúnar Þór Björnsson fyrrum formaður Nökkva til fjölda ára.  

Þess má geta að Siglingaklúbburinn Nökkvi er aðildarfélag Íþróttabandalags Akureyrar, sem hlaut gæðavottunina Fyrirmyndarhérað ÍSÍ 5. desember árið 2019.

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ og Fyrirmyndarhérað ÍSÍ eru gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snúa að íþróttastarfi. Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög, -deildir eða -héruð sótt um viðurkenningu til ÍSÍ miðað við þær gæðakröfur sem ÍSÍ gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag ÍSÍ, Fyrirmyndardeild ÍSÍ eða Fyrirmyndarhérað ÍSÍ. ÍSÍ hvetur íþróttafélög, -deildir og -héruð til að sækja um þessa viðurkenningu til ÍSÍ.

Umsjón með verkefninu hefur Viðar Sigurjónsson (vidar@isi.is), skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.

Lesa má meira um Fyrirmyndarfélag ÍSÍ hér.

Lesa má meira um Fyrirmyndarhérað ÍSÍ hér. 

Myndir með frétt