Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

Alþingi samþykkir lagafrumvarp um greiðslur til lögaðila innan ÍSÍ vegna launa- og verktakagreiðslna á tímum kórónufaraldurs

18.12.2020

 

Í dag var frumvarp til laga um greiðslur til lögaðila ÍSÍ vegna launa- og verktakagreiðslna á tímum kórónufaraldurs samþykkt á Alþingi og eru það sannarlega gleðileg tíðindi fyrir íþróttahreyfinguna.

Um helgina verður boðað til kynningarfundar fyrir íþróttahreyfinguna, á vegum stjórnvalda, Vinnumálastofnunar og ÍSÍ, þar sem farið verður vel yfir fyrirkomulag vegna umsókna um styrki, samkvæmt lögunum. Áætlað er að sá fundur verði í byrjun næstu viku.