Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
2

Rafrænar afreksbúðir ÍSÍ

14.01.2021

Í vikunni voru haldnar rafrænar afreksbúðir ÍSÍ. Ungmenni á aldrinum 15-18 ára sem tilnefnd hafa verið af sérsamböndum ÍSÍ gátu hlýtt á fyrirlestur Margrétar Láru Viðarsdóttur fyrrum landsliðskonu í knattspyrnu, en hún var kjörin Íþróttamaður ársins árið 2007. Margrét Lára, sem er sálfræðingur að mennt, á að baki eftirtektarverðan feril sem afreksíþróttakona í knattspyrnu og fjallaði hún í erindi sínu um andlegan styrk og hvernig hægt sé að sigrast á, eða í það minnsta láta mótlæti hafa sem minnst áhrif á frammistöðu. Ræddi hún auk þess m.a. um kvíða og sjálfstraust og tengdi þau atriði og önnur við eigin reynslu. 

Hér á Vimeo-síðu ÍSÍ má horfa á fyrirlestur Margrétar Láru.

 

Myndir með frétt