Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

07.05.2024 - 07.05.2024

Ársþing HSV 2024

Ársþing Héraðssambands Vestfirðinga (HSV)...
25

ÍSÍ 109 ára

28.01.2021

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - ÍSÍ, fagnar 109 ára afmæli sínu  í dag 28. janúar 2021 en sambandið var stofnað þann dag í Bárubúð árið 1912. Axel Tulinius var kosinn fyrsti forseti ÍSÍ.

Margt hefur drifið á daga sambandsins í gegnum tíðina og mikið starf verið unnið í íþróttahreyfingunni, í þágu íþrótta og lýðheilsu. Þrátt fyrir háan aldur þá blómstrar ÍSÍ og íþróttahreyfingin sem aldrei fyrr og tækifærin til að eflast og dafna enn frekar eru allt um kring.

Í dag frumsýnir ÍSÍ myndband sem útbúið var í tengslum við hvatningarátak ÍSÍ, #verumhraust, og vonar ÍSÍ að það nái góðri dreifingu og hafi jákvæð áhrif á hreyfingu fólks. Hvatningarátakið #verumhraust hefur það langtímamarkmið að markviss hreyfing verði hluti af daglegu lífi sem allra, allra flestra.

Það er fullt af tækifærum til þess að hreyfa sig og hvetur ÍSÍ landsmenn til að sýna frumkvæði og sköpunargleði við að efla líkamlega og andlega heilsu sína. Hreyfingu má stunda á hinum ýmsu stöðum og í margvíslegri mynd, utan dyra og innan, að viðhöfðum ítrustu sóttvörnum. Betri heilsa eykur lífsgæði.

Verum hraust – og deilum myndrænni hvatningu undir #verumhraust á samfélagsmiðlum, svo allir hinir taki líka við sér.

ÍSÍ á Instagram
ÍSÍ á Facebook

ÍSÍ óskar íþróttahreyfingunni og landsmönnum öllum til hamingju með 109 ára afmælið.

 

Myndir með frétt