Úthlutun ríkisstyrks til sérsambanda ÍSÍ
22.02.2021
Framkvæmdastjórn ÍSÍ samþykkti á fundi sínum 18. febrúar tillögur fjármálaráðs ÍSÍ um úthlutun ríkisstyrks til sérsambanda ÍSÍ sbr. hér neðar.
Framlag á fjárlögum 2021 er 97,0 m.kr. sem er óbreytt frá árinu 2020. Áhersla með styrknum er sem fyrr að vinna að því grundvallaráhersluatriði sem sett var í upphafi að hvert sérsamband fengi til framtíðar framlag til að standa undir nauðsynlegri þjónustu við sambandsaðila með rekstri eigin skrifstofu. Styrkirnir eru greiddir út í þrennu lagi. Fyrsta greiðsla 30. mars n.k., önnur greiðsla 30. júlí n.k. og lokagreiðsla 30. nóvember. Lokagreiðslan er háð skilum á fjárhagslegu uppgjöri og greinargerð um nýtingu styrksins.
| Sérsamband: | Upphæð: |
| Akstursíþróttasamband Íslands | 2.750.000 |
| Badmintonsamband Íslands | 3.140.000 |
| Blaksamband Íslands | 3.140.000 |
| Bogfimisamband Íslands | 2.300.000 |
| Borðtennissamband Íslands | 2.750.000 |
| Dansíþróttasamband Íslands | 3.140.000 |
| Fimleikasamband Íslands | 3.420.000 |
| Frjálsíþróttasamband Íslands | 3.420.000 |
| Glímusamband Íslands | 1.700.000 |
| Golfsamband Íslands | 3.420.000 |
| Handknattleikssamband Íslands | 3.420.000 |
| Hjólreiðasamband Íslands | 2.750.000 |
| Hnefaleikasamband Íslands | 2.750.000 |
| Íshokkísamband Íslands | 3.140.000 |
| Íþróttasamband fatlaðra | 2.000.000 |
| Júdósamband Íslands | 2.950.000 |
| Karatesamband Íslands | 2.950.000 |
| Keilusamband Íslands | 2.750.000 |
| Knattspyrnusamband Íslands | 3.420.000 |
| Kraftlyftingasamband Íslands | 2.750.000 |
| Körfuknattleikssamband Íslands | 3.420.000 |
| Landssamband hestamannafélaga | 3.420.000 |
| Lyftingasamband Íslands | 2.750.000 |
| Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasamband Íslands | 2.750.000 |
| Siglingasamband Íslands | 2.750.000 |
| Skautasamband Íslands | 2.950.000 |
| Skíðasamband Íslands | 3.140.000 |
| Skotíþróttasamband Íslands | 3.140.000 |
| Skylmingasamband Íslands | 2.750.000 |
| Sundsamband Íslands | 3.420.000 |
| Taekwondosamband Íslands | 2.950.000 |
| Tennissamband Íslands | 2.750.000 |
| Þríþrautarsamband Íslands | 2.750.000 |