Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

19

Verðlaunaafhending Lífshlaupsins

01.03.2021

Lífshlaupið 2021 var ræst í fjórtánda sinn þann 3. febrúar sl. í Rimaskóla. Þar mættu mennta- og menningarmálaráðherra og borgarstjóri og ræstu keppnina formlega með því að taka létta hreystikeppni við nemendur og skólastjórnendur Rimaskóla.

Fulltrúar frá vinnustöðum, grunn-, og framhaldsskólum tóku á móti sínum verðlaunum sl. föstudag á verðlaunaafhendingu Lífshlaupsins 2021 sem fór fram í sal ÍSÍ.

ÍSÍ vekur athygli á því að þátttaka í Lífshlaupinu í ár fór fram úr björtustu vonum og voru öll met slegin. Alls tóku 22.635 landsmanna þátt í 1.967 liðum og voru alls 21.387.850 hreyfimínútur skráðar og 282.086 dagar.

Mætingin á verðlaunaafhendinguna var góð. Gaman er að sjá hversu margir vinnustaðir og skólar eru duglegir að taka þátt í verkefninu ár eftir ár með flottum árangri. Lífshlaupið er orðið að vinnustaða- og/eða skólamenningu á mörgum þeirra staða sem skara fram úr og vinnustaðir og skólar eru duglegir að skapa sínar eigin innanhúshefðir í kringum Lífshlaupið.

Öll úrslit í Lífshlaupinu má finna hér.

Hér má finna fleiri myndir.

ÍSÍ þakkar fyrir góða keppni.

Myndir með frétt