Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

29

Ársþing SÍL

05.03.2021

Ársþing Siglingasambands Íslands (SÍL) fór fram þann 27. febrúar sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Garðar Svansson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var fulltrúi ÍSÍ á þinginu.

Mótahald aðildarfélaga SÍL var með besta móti á árinu þó félagsstarf hafi liðið fyrir þær takmarkanir sem settar voru vegna samkomuhalds. Fjölgun hefur verið hjá aðildarfélögum SÍL og nokkrar væntingar til sumarsins sem er framundan með móta og félagsstarf.

Þingið óskaði Akureyringum til hamingju með glæsilega aðstöðu sem er í byggingu á Akureyri. Vonandi setur það kraft í að önnur sveitarfélög fylgi eftir og aðstöðuskortur annara félaga komist í gott horf. Skýrt kom fram áhyggjur af byggingu brúar í Skerjafirði/Nauthólsvík og áhrif hennar á siglingastarf þar. Góðar tillögur um eflingu starfs SÍL ásamt nýrri afreksstefnu sambandsins lágu fyrir þinginu.