Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
01.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2022 - Dakar

Næstu Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram...
26

Sigurjón sæmdur Gullmerki ÍSÍ

25.03.2021

Aðalfundur Handknattleiksfélags Kópavogs (HK) fór fram í gærkvöldi, í hátíðarsal félagsins í Kórnum.

Við það tilefni var Sigurjón Sigurðsson fráfarandi formaður félagsins sæmdur Gullmerki ÍSÍ. Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti ÍSÍ og formaður Heiðursráðs ÍSÍ, afhenti Sigurjóni heiðursviðurkenninguna.

Sigurjón hefur verið formaður HK frá árinu 2006 en áður var hann meðal annars formaður knattspyrnudeildar HK og varaformaður í aðalstjórn HK formaður Íþróttafélags Kópavogs. HK hefur dafnað vel undir stjórn Sigurjóns og er orðið stórt og sterkt félag, bæði starfslega og fjárhagslega.

ÍSÍ óskar Sigurjóni til hamingju með viðurkenninguna og velfarnaðar í starfi og leik.

Myndirnar sem fylgja fréttinni koma frá HK en þar má sjá Sigurjón og Hafstein við afhendingu heiðursviðurkenningarinnar í gær.


Myndir með frétt