Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
9

Alþjóðlegur dagur íþrótta i þágu þróunar og friðar

06.04.2021

Alþjóðlegur dagur íþrótta í þágu þróunar og friðar er haldinn hátíðlegur í dag. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) útnefndi daginn sem slíkan á ársþingi sínu árið 2013 til þess að leggja áherslu á mikilvægi íþrótta í því að stuðla að þróun og friði í heiminum. Árlega fagna fjölmörg samtök og aðilar deginum með margvíslegum hætti.

Í tengslum við daginn árið 2015 setti stofnunin Peace and Sport af stað herferðina White Card sem hægt væri að kalla Hvíta spjaldið á íslensku. Um er að ræða stafræna herferð til fagna deginum og til að vekja athygli á þeim jákvæða krafti sem íþróttir hafa gagnvart friði og félagslegri aðlögun. Tilvísunin í hvíta spjaldið er ákveðið mótvægi við rauða spjaldið sem táknar útafrekstur í íþróttakappleikjum.  Hvíti liturinn túlkar  aftur á móti allt það jákvæða sem fæst í gegnum íþróttirnar. Árlega, þann 6. apríl, nota einstaklingar myllumerkið #WhiteCard á sínum samfélagsmiðlum til að sýna stuðning sinn við allt það uppbyggilega sem íþróttir færa samfélögum um allan heim og hefur átakið náð mikilli dreifingu. 

Hér má sjá nánari upplýsingar um átakið.