Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
13

Guðbjört sæmd gullmerki ÍSÍ á þingi ÍSS

14.05.2021

Skautaþing ÍSS fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þann 1. maí 2021.

Þingið var sett af Svövu Hróðnýju Jónsdóttur, formanni ÍSS og var Valdimar Leó Friðriksson kosinn þingforseti. Vegna 20 manna samkomubanns var 36 þinggestum skipt í tvö sóttvarnarhólf. Af þeim sökum voru öll mál rædd beint úr pontu en ekki í hópum. Fjárhagsáætlun og Afreksstefna ÍSS voru kynntar, ræddar og samþykktar.

Allir frambjóðendur í stjórn sambandsins voru sjálfkjörnir þar sem að eingöngu komu jafn mörg framboð og þau sæti sem kosið var um. Svava Hróðný Jónsdóttir var endurkjörin formaður ÍSS. Ingibjörg Pálsdóttir var kjörin áfram í aðalstjórn og Hulda Líf Harðardóttir, fyrrum varamaður, var einnig kjörin í aðalstjórn. Hörður Sigurðsson var kjörinn í varastjórn. Allir stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára.

Stefán Hjaltalín, fráfarandi stjórnarmeðlimur, var leystur út með blómum og konfekti og Jóhanna Helga Þorkelsdóttir fékk viðurkenningu fyrir sjálfboðaliðastörf sín.

Skautafélagið Jökull, sem stofnað var í janúar 2021, kynnti starfsemi félagsins á þinginu og hlaut kynningin góðar viðtökur.

Fjórir aðilar voru sæmdir Silfurmerki ÍSS, þau Helga Kristín Olsen, Þóra Gunnarsdóttir, Erlendína Kristjánsson og Sigrún Inga Mogensen.

Hafsteinn Pálsson, 2. varaforseti ÍSÍ og formaður Heiðursráðs ÍSÍ ávarpaði þingið og sæmdi Guðbjörtu Erlendsdóttur, fyrrverandi formann ÍSS, Gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu skautaíþrótta.