Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
14

Umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga opið út árið

17.05.2021

Vakin er athygli á því að umsóknarsvæði Ferðasjóðs íþróttafélaga er opið og verður opið út árið, svo íþróttafélög geti skráð keppnisferðir sínar um leið og þær hafa verið farnar. Er þetta gert til létta á vinnu íþróttafélaga í lok árs. Með þessari breytingu hafa félögin möguleika á að skrá hverja ferð fyrir sig um leið og hún hefur verið farin og upplýsingar um fjölda þátttakenda og kostnað eru skráningaraðilum í fersku minni.

Hver umsókn stofnar vefslóð sem er send til tengiliðar umsóknar. Vefslóðin nýtist sem lykill inn á umsóknina þar til hún hefur verið send af umsóknaraðila í lok árs. 

Umsóknarfrestur vegna keppnisferða ársins 2021 er til miðnættis 10. janúar 2022.