Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

28

"Handbókin heldur utan um öll helstu atriði sem skipta máli fyrir íþróttafélag"

26.05.2021

 

Skíðafélag Akureyrar fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Íþróttahöllinni á Akureyri þriðjudaginn 25. maí síðastliðinn. Félagið hefur unnið að þessari viðurkenningu í allnokkurn tíma og er hér með orðið eitt af fjölmörgum félögum innan ÍBA sem fengið hafa viðurkenninguna undanfarna mánuði.  Það var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri sem afhenti Kristrúnu Lind Birgisdóttur formanni Skíðafélagsins viðurkenninguna.  Á myndinni eru frá vinstri, Viðar Sigurjónsson, Kristrún Lind Birgisdóttir formaður SKA, Hildur Védís Heiðarsdóttir og Katla Björg Dagbjartsdóttir iðkendur í SKA og Geir Aðalsteinsson formaður Íþróttabandalags Akureyrar.

"Handbókin sem hefur verið unnin út frá viðmiðum Fyrirmyndarfélags ÍSÍ heldur utan um öll helstu atriði sem skipta máli fyrir íþróttafélag.  Vel skilgreind hlutverk allra í starfi Skíðafélagsins hjálpa til við að fá nýtt fólk til starfa.  Það að skipulagi starfsins og markmiðum sé komið fyrir á einum stað gerir alla vinnu í kringum íþróttafélagið einfaldari fyrir stjórnendur, þjálfara, iðkendur og foreldra" segir Ólafur H. Björnsson stjórnarmaður í Skíðafélagi Akureyrar.