Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍA 2024

Ársþing Íþróttabandalags Akraness (ÍA) verður...
18.04.2024 - 18.04.2024

Ársþing ÍS 2024

Ársþing Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS)...
18

„Í þessu felst mikill gæðastimpill”

11.06.2021

 

Knattspyrnufélag Akureyrar fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ í KA heimilinu föstudaginn 11. júní. Það var í þriðja sinn sem félagið endurnýjar viðurkenninguna en það þarf að gera á fjögurra ára fresti. Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri afhenti formanni félagsins Ingvari Má Gíslasyni og fulltrúum knattspyrnudeildar, handknattleiksdeildar, blakdeildar og júdódeildar viðurkenningarnar.

Á myndinni í fremri röð sitt hvoru megin við fánann eru iðkendur úr hinum ýmsu deildum félagsins og í aftari röð eru frá vinstri, Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður Íþróttabandalags Akureyrar, Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri, Siguróli Magni Sigurðsson íþróttafulltrúi KA, Ingvar Már Gíslason formaður KA, Arnar Már Sigurðsson formaður blakdeildar, Sævar Pétursson framkvæmdastjóri KA og Sigurður Magnússon formaður júdódeildar.

„Það er okkur mikið ánægjuefni að vera búin að endurnýja viðurkenningu KA sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.  Í þessu felst mikill gæðastimpill á þá starfsemi sem fram fer innan félagsins.  það er okkur afar dýrmætt að allir þeir dugmiklu einstaklingar sem æfa eða starfa fyrir KA hafi gott aðgengi að skipulagi og markmiðum félagsins. Handbækurnar gera starf sjálfboðaliða og starfsmanna okkar auðveldara enda hafa þær að geyma flest þau atriði sem skipta máli fyrir starfsemina“, sagði Ingvar Gíslason formaður Knattspyrnufélags Akureyrar þegar hann veitti viðtöku endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.