Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
15

Næringarfræði íþróttafólks

25.06.2021

Í dag kynnti Elísa Viðarsdóttir matvæla-og næringafræðingur og landsliðskona í knattspyrnu niðurstöður meistaraprófsritgerðar um næringarfræði íþróttafólks. Titill fyrirlestursins var ,,Næringarfræðsla og ráðgjöf fyrir íþróttahreyfinguna: Þarfagreining með Delphi aðferð“.

Markmiðið með ritgerðinni var að kanna hvernig nágrannalöndin hafa mótað stefnu þegar kemur að næringarfræðslu til íþróttamanna, hvað hefur virkað og hvað ekki? Nýta þekkinguna til að finna hentuga nálgun fyrir íslensku íþróttahreyfinguna og ná samstöðu um þarfir og óskir þeirra aðila sem vinna innan sérsambanda á Íslandi og hjá íþróttanæringarfræðingum/ráðgjöfum til að þróa næringarfræðslu fyrir íþróttahreyfinguna. Verkefnið var unnið í samvinnu við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. Fyrirlesturinn var tekinn upp og fylgdust yfir 200 manns með útsendingunni.