Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

12.09.2024 - 12.09.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
9

Tókýó 2020 - Anton Sveinn Mckee keppti í dag

27.07.2021

Anton Sveinn McKee synti í undanrásum 200 metra bringusunds á Ólympíuleikunum í dag.

Þrátt fyrir að vera annar í mark í sínum riðli, á 2:11,64 eftir æsispennandi sund, þá var það ekki nóg til að komast áfram í undanúrslit. Hann hafnaði í 24. sæti af 40, en 16 efstu komust áfram. Anton Sveinn hefði þurft að ná tímanum 2:09,95 til að komast áfram. Íslandsmet Antons frá 2015 er 2:10,21, þannig að hann var nokkuð frá sínum besta tíma, þó að vissulega hafi sundið gengið nokkuð snurðulaust fyrir sig.

Anton Sveinn er skiljanlega vonsvikinn með niðurstöðuna en lætur engan bilbug á sér finna og sagði meðal annars í viðtali við RÚV, aðspurður um framhaldið:

„Þetta er alla veganna það skemmtilegasta sem ég geri, þótt það sé hundleiðinlegt að ganga illa.”

Það verður áhugavert að sjá hvað hann gerir næst, við fylgjumst spennt með.