Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

14

Líney Rut lætur af störfum

27.08.2021

Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í gær var upplýst að Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri mun láta af störfum sem framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands 1. október nk. 

Líney Rut, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ í 14 ár og á um 20 ára starfsferil hjá sambandinu, mun áfram starfa fyrir ÍSÍ í öðrum verkefnum en hún situr meðal annars í framkvæmdastjórn Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) og í ýmsum nefndum og ráðum fyrir ÍSÍ.

Staðgengill framkvæmdastjóra, Andri Stefánsson, mun taka við störfum Líneyjar Rutar en síðar verður farið í formlegt ráðningarferli.